miðvikudagur, ágúst 07, 2024

 

Njahhhh.... spilað var á Þorrablóti í Porsgrunn í Noregi þann 10 febrúar 2024.
Þar var frumflutt alveg glænýr bræðingur af lögunum víðfrægu Killing in the name og Hér er kominn prestur.
Heppnuðust flutningar þessa bræðings virkilega vel í öll 4 skiptin.


Svona eru Zetorar nú fínir í nýju hljómsveitarbúningunum þeirra sem bazzazetor sá alfarið um að panta, og pantaði alla búningana í hans stærð sem er XL. M hefði farið Yfirzetori og bumbuzetori mun betur. Mikið erum við flottir.

Og enn erum við flottir.

Hér erum við hálf naktir. Enginn er búningurinn til að stæra sig af en þó einn með bindi og myndavélasíma. Þetta er nálgæt því að vera 100 dollara mynd, sem er ekkert verð fyrir þann pening.
Þarna má sjá hluta af svignu þorramatarborði. Fallegt erðað.


Örlítið myndbrot náðist af Zetorum spila og syngja um hann Jósepf. Þelamerkurzetor tók þátt í að skemmta þorrablótsgestum með Zetorum og var meiningin að hún myndi syngja þetta lag með Yfirzetori. En hún hló mest á milli þess sem hún leitað að texta lagsins. En söng þó líka.
Bazzazetor reyndi að syngja með Yfirzetori á milli hláturskasta sem hann tekur ótt og títt og oft þess á milli með bumbuzetori. Af fenginni margra ára reynslu þykir alltaf heppilegast að snúra á milli bassamagnara og bassagítars sé það stutt að bazzazetor ná engan veginn í hljóðnemann. En hann náði sem sagt í hljóðnemann þetta kvöld. Þótti það ekki neitt sérstakt tiltökumál.