<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 15, 2007

Til hamingju Ísland 

Já, gott fólk.
Þar kom að því að Zetorar meikuðu það, með smá aðstoð að vísu.
Með hjálp systurhljómsveitar Zetora, Sniglabandinu, er nú endanlega búið að gera Zetora ódauðlega. Hér vinstra megin á síðunni gefur að líta stiku með spilara, smellið á play og spennið sætisbeltin. Við taka hressilegir tónar úr útvarpsþætti Sniglabandsins á rás tvö; sá mæti maður og gítarleikari, Þorgils Björgvinsson, setti saman bæði lag og texta, að forskrift undirritaðs, með þessum líka frábæra árangri. A.m.k. er undirritaður ákaflega hamingjusamur, áttatíu kílógramma einstaklingur.
Hefur undirrituðum dottið í hug að setja af stað samkeppni, hvetja fólk til að reyna að gera betur en Sniglabandið, setja saman lag og texta um Zetora og senda okkur, eða allavega senda tölvuzetor, honum Palla. Hann zetur það svo inn á síðuna og þið, kæru aðdáendur fáið svo að kjósa um besta Zetoralagið, þ.e. besta fyrir utan Sniglabandslagið, er þetta nokkuð flókið?
Eða nei annars, Zetorar sjálfir velja næstbesta lagið.

Ég hreinlega veit ekki hvað fleira skal segja, á þessari stundu er tregt um tungu að hræra, sem og lyklaborð, ég verð bara að hæ......


Yfirzetor

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

mánudagur, júlí 09, 2007

Það kom að því... 

Ó fokking já. Það er komið að því.

Á sunnudaginn næsta, þann 15. júlí 2007 verður frumflutt lag, já ég sagði HEILT LAG um okkur heimsfrægu zetora. Það verður líklegur Þorgils Björgvinsson sem býr til textann en ekki er ég viss um hver semur lagið. NÚ ER UM AÐ GERA FYRIR ALLA SEM EITTHVAÐ KUNNA Á ÚTVARPSTÆKIN SÍN AÐ STILLA Á RÁS 2 Á SUNNUDAGINN NÆSTA OG HLUSTA Á ÞÁTTINN SNIGLABANDIÐ Í BEINNI Á RÁS 2. Tíðni Rásar 2 er sem hér segir. Hvammstangi (sendir staðsettur á Hvítabjarnarhóli ofan Reykjaskóla) 90,3. Strandir (sendir staðsettur á Ennisálsi) 101,4. Vestfirðir, (veit ekki tíðnina þar) Rofabarð 1, 176,3 og Reykjavík, 90,1.

Fyrir hendur zetora,
bazzazetor.

Athugið að teknar hafa verið upp skammstafanir fyrir gildandi hljómsveitarmeðlimi sem eftirfarandi segir:
yz: yfirzetor = Mundi
bz: bumbuzetor = Silli
baz: bazzazetor = Palli.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?