<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 25, 2004

Það er að koma Zetormót 

Jú.. Landsmót Zetora og fylgikvilla þeirra verður haldið um næstu helgi í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Fram mun koma fjöldi manns við undirleik Bazzazetors ásamt hljómsveit, til heiðurs Zetorum um víða veröld.
Bar verður til staðar og mun allur ágóði af Vodka Wibrowa-sölu renna til Íslenzk / Tékknezka verzlunarfjelagsins.

Góðar stundir.

Bumbuzetor.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

sunnudagur, mars 07, 2004

Myndir ridnyM 

Nú er komið að því. Hér sést hin sívinsæla hljómsveit, ðe Zetors, í pásu. Þarna eru þeir búnir að vera ca 6,5 mínútur í pásu. Í pásunni hélt DJ. IMBI, í eigu bumbuzetors, uppi fjörinu með gömlum og nýjum smellum.

Kveðja,
Bassazetor.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Stórkostlegur sigur! 

Enn og aftur hafa hinir frábæru zetorar í ðe Zetors unnið glæsilegt tónlistarlegt afrek. Þeir komu, sáu og spiluðu gjörsamlega allt sem þeim datt í hug að spila. Blésu þeir í sönglúðra og léku jafnframt á hefðbundin rokkhljóðfæri allt frá Dressmann laginu upp í Bohemian Rhapsody og tókst alltsaman ljómandi vel. Veitingar voru hvergi við nögl skornar, samlokur hverskyns og bolla í tugum lítra, svo mikið reyndar að afgangur varð mikill og voru kátir söngvasveinar leystir út með bæði samlokuþríhyrnum, skorpulausum, og bollu í plastíláti.

Klúðrasveitin vakti lukku eins og endranær, sem og lag sem var frumsamið á staðnum, óskaði gestur í sal eftir að fá að heyra lag hinnar gullfallegu og æsandi indversku prinsessu Leoncie, um ástir í Kópavogi og víðar. Var snarlega búið til nýtt og enn betra lag, sem yfirzetor skáldaði texta við jafnóðum. Var ótæpilega innbyrt bolla, svo mikil að ekki var laust við að yfirzetor væri farinn að kippa þegar á leið. Einnig var kynntur til sögunnar nýr dagskrárliður er nefndist "hljómsveitin breytir sér." Skiptu meðlimir um hlutverk og léku lag sem undirritaður man reyndar ekki hvað var.

Aðal óskalag kvöldsins var síðan "Ormurinn langi" sem þekkt er í flutningi Týs frá Færeyjum. Reyndist ormur þessi vera ógnarlangur, þar sem hann var leikinn tvisvar í röð og dönsuðu afmælisgestir vatnselyskzt afbrigði af vikivaka. Var svo ormur þessi leikinn aftur seinna um nóttina og var hljómsveitin þar með farin að geta leikið lagið nokkurn veginn skammlaust, var að sjálfsögðu ekkert búið að æfa það, nema kannski eitt eða tvö erindi þegar verið var að stilla upp.

Allt var þetta óhemju skemmtilegt og held ég að hljómsveitin hafi skemmt sér einna mest, a.m.k. var undirritaður farinn að fá hóstaköst af öllum hlátrinum.

Þakkir til allra og sérstaklega til Gunnu afmælisbarns fyrir að vilja fá okkur til verksins.

Ykkar Yfirzetor.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

miðvikudagur, mars 03, 2004

Afmælis 

Og enn styttist í afmæli, eru nú einungis þrír dagar til stefnu og spennan orðin óbærileg. Eru meðlimir í óða önn að porra hver annan upp og spyrja hverjir aðra hvort þeir kunni þetta og hitt lagið. Yfirleitt er svarið "nei" og er þá sagt "gott, tökum það!" Með viljann að vopni ryðjast zetorarnir í ðe Zetors upp á svið og láta gamminn geysa. Verður þetta söguleg stund, þarsem þetta verður í þriðja skiptið í öllum alheiminum sem ðe Zetors yfirhöfuð spila saman! Einnig má til gamans geta þess að ykkar einlægur Yfirzetor hefur ekkert spilað á þessu ári, verður því notalegt að liðka fingur og raddbönd á laugardaginn næstkomandi.

Og til enn frekara gamans: hin tvö skiptin sem ðe Zetors hafa spilað voru bæði á Gunnukaffi á Hvammstanga, þvílík tilviljun að fara að leika fyrir Gunnu, ætlar þetta nafn að fylgja hljómsveitinni um ókomna tíð kannski?

Kær kveðja, YZ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?