miðvikudagur, ágúst 07, 2024

 

Njahhhh.... spilað var á Þorrablóti í Porsgrunn í Noregi þann 10 febrúar 2024.
Þar var frumflutt alveg glænýr bræðingur af lögunum víðfrægu Killing in the name og Hér er kominn prestur.
Heppnuðust flutningar þessa bræðings virkilega vel í öll 4 skiptin.


Svona eru Zetorar nú fínir í nýju hljómsveitarbúningunum þeirra sem bazzazetor sá alfarið um að panta, og pantaði alla búningana í hans stærð sem er XL. M hefði farið Yfirzetori og bumbuzetori mun betur. Mikið erum við flottir.

Og enn erum við flottir.

Hér erum við hálf naktir. Enginn er búningurinn til að stæra sig af en þó einn með bindi og myndavélasíma. Þetta er nálgæt því að vera 100 dollara mynd, sem er ekkert verð fyrir þann pening.
Þarna má sjá hluta af svignu þorramatarborði. Fallegt erðað.


Örlítið myndbrot náðist af Zetorum spila og syngja um hann Jósepf. Þelamerkurzetor tók þátt í að skemmta þorrablótsgestum með Zetorum og var meiningin að hún myndi syngja þetta lag með Yfirzetori. En hún hló mest á milli þess sem hún leitað að texta lagsins. En söng þó líka.
Bazzazetor reyndi að syngja með Yfirzetori á milli hláturskasta sem hann tekur ótt og títt og oft þess á milli með bumbuzetori. Af fenginni margra ára reynslu þykir alltaf heppilegast að snúra á milli bassamagnara og bassagítars sé það stutt að bazzazetor ná engan veginn í hljóðnemann. En hann náði sem sagt í hljóðnemann þetta kvöld. Þótti það ekki neitt sérstakt tiltökumál.

miðvikudagur, apríl 27, 2011

já en?

Hvað ætli hafi orðið af hinu stórbrotna hljómverki um hina zývinzælu zetora?

þriðjudagur, maí 11, 2010

Er það ekki bara????

Já ég sagði: Er það ekki bara????
Er ekki kominn tími á að hin æðisgengna, frábæra, fullkomna og merkilega hljómsveit ðe Zetors fari að spila aftur, ha? Er það ekki bara????

ATHUGIÐ.
Hljómsveit þessi verður með opna æfingu/samkomu/sérlunda söngstemmingu og fleira skemmtilegt á Cafe Sirop á Hvammstanga miðvikudagskvöldið 12. maí 2010 næstkomandi.
Hljómsveitin mun spila all vel valin gömul og ný lög, leiðinleg og skemmtileg... þó fleiri skemmtileg, þung og létt en öll lög sem spiluð verða verða í því sem við erum hvað þekktastir fyrir og hefur meira að segja verið samið lag um okkur fyrir þessa þekkt... það er ekkert annað en Lightning Polka.
Uppbótarzetor mun kíkja í heimsókn hjá Hjalta Júl og draga hann svo með sér á þessa opnu æfingu (vonandi). Þá má búast við því að Lóa litla á Brú(n) kíki líka við með Uppbótarzetor-iiii og Hjalta Júl. Töfrabrögð verða sýnd og afhjúpuð, súpuílát verða afsúpuð og ljósin verða deyfð.
En það sem mestu máli skiptir er að láta sjá sig og hafa gaman með öllum hinum sem láta sjá sig sama hversu dauf ljósin verða.
Mætið öll, kaffiveitingar í boði.

Kær kveðja,
ðe Zetors.

föstudagur, ágúst 24, 2007

Hvað getur maður sagt?

Ég veit svei mér ekki, hin taumlausa sigurganga heldur áfram.
"Hvað nú?" hugsar þú eflaust núna, lesandi góður. Já, ég veit svei mér ekki, nú hefur Einar Rúnarsson samið hið frábæra pönklag "Þetta þjóðfélag" eftir forskrift yfirzetors, það.....
Ég.....
Það er bara eins og allt sem maður snertir breytist í gull, svei mér þá!

Og svo er það nýjasta upphefðin, enn eitt skrefið í átt til heimsfrægðar var tekið í gær, miðvikudaginn 23.ágúst, á afmælisdegi systur minnar elskulegrar, sem reyndar er kölluð Silla, en það er nú önnur saga.

En semsagt, Yfirzetor tók í gær þátt í nokkru sem á sjálfsagt eftir að breyta heimsmynd ykkar, já heimsmynd.

Því miður má ég ekki segja frá því á þessu stigi, Bumbuzetor mun mázke leiða ykkur í allan sannleikann um það í fyllingu tímans.

Haldið niðri í ykkur andanum.......

Yfirzetor.

mánudagur, ágúst 13, 2007

Bumbuzetor hefur meikað það......

Elsku bumbuzetorinn okkar.
Ég vil fyrir hönd rest okkar zetora óska þér HJARTANLEGA til hamingju með það að hafa náð því að spila opinberlega í útvarpi í heila 2 klukkutíma. Og það sem meira er; nú hefur hljómsveitin Sniglabandið fengið að spila með aðaltrommara og hljóðmanni Íslands, honum bumbuzetor. Það held ég að ég geti fullyrt að það er einn mesti heiður sem nokkurri hljómsveit getur hlotnast: Að fá tækifæri til að spila með einum, tveimur eða öllum meðlimum hljómsveitarinnar Ðe Zetors.

ZETORAR, þeir lengi lifi. Húrra, húrra, húrra, HÚRRAAAA!!!!!!!!!

baz kveður að sinni frá Frederikshavn.

sunnudagur, júlí 15, 2007

Til hamingju Ísland

Já, gott fólk.
Þar kom að því að Zetorar meikuðu það, með smá aðstoð að vísu.
Með hjálp systurhljómsveitar Zetora, Sniglabandinu, er nú endanlega búið að gera Zetora ódauðlega. Hér vinstra megin á síðunni gefur að líta stiku með spilara, smellið á play og spennið sætisbeltin. Við taka hressilegir tónar úr útvarpsþætti Sniglabandsins á rás tvö; sá mæti maður og gítarleikari, Þorgils Björgvinsson, setti saman bæði lag og texta, að forskrift undirritaðs, með þessum líka frábæra árangri. A.m.k. er undirritaður ákaflega hamingjusamur, áttatíu kílógramma einstaklingur.
Hefur undirrituðum dottið í hug að setja af stað samkeppni, hvetja fólk til að reyna að gera betur en Sniglabandið, setja saman lag og texta um Zetora og senda okkur, eða allavega senda tölvuzetor, honum Palla. Hann zetur það svo inn á síðuna og þið, kæru aðdáendur fáið svo að kjósa um besta Zetoralagið, þ.e. besta fyrir utan Sniglabandslagið, er þetta nokkuð flókið?
Eða nei annars, Zetorar sjálfir velja næstbesta lagið.

Ég hreinlega veit ekki hvað fleira skal segja, á þessari stundu er tregt um tungu að hræra, sem og lyklaborð, ég verð bara að hæ......


Yfirzetor

mánudagur, júlí 09, 2007

Það kom að því...

Ó fokking já. Það er komið að því.

Á sunnudaginn næsta, þann 15. júlí 2007 verður frumflutt lag, já ég sagði HEILT LAG um okkur heimsfrægu zetora. Það verður líklegur Þorgils Björgvinsson sem býr til textann en ekki er ég viss um hver semur lagið. NÚ ER UM AÐ GERA FYRIR ALLA SEM EITTHVAÐ KUNNA Á ÚTVARPSTÆKIN SÍN AÐ STILLA Á RÁS 2 Á SUNNUDAGINN NÆSTA OG HLUSTA Á ÞÁTTINN SNIGLABANDIÐ Í BEINNI Á RÁS 2. Tíðni Rásar 2 er sem hér segir. Hvammstangi (sendir staðsettur á Hvítabjarnarhóli ofan Reykjaskóla) 90,3. Strandir (sendir staðsettur á Ennisálsi) 101,4. Vestfirðir, (veit ekki tíðnina þar) Rofabarð 1, 176,3 og Reykjavík, 90,1.

Fyrir hendur zetora,
bazzazetor.

Athugið að teknar hafa verið upp skammstafanir fyrir gildandi hljómsveitarmeðlimi sem eftirfarandi segir:
yz: yfirzetor = Mundi
bz: bumbuzetor = Silli
baz: bazzazetor = Palli.