<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 27, 2004

Ó Gunna 

Kæra afmælisbarn!

Á þessum geðveiku tímamótum er ekki úr vegi að renna kannske yfir þau lög sem óskað er eftir að Zetorar leiki. Kannski þjer skvúbbið hjer fyrir neðan í þartilgert skvúbb, lista yfir óskalög? Og, endilega ekki búast við of miklu, vjer Zetorar erum aðallega að hugsa um að hafa gaman af spileríi, og látum það smitast útí áhorfendahópinn, híhí! En við gerum auðvitað eins og við getum.

Mjer hlakkar geggt til, eins og unga fólkið segir.

Kærar kveðjur,
Yfirzetor.

PS. Að sjálfsögðu leikum vjer lagið "Ó Gunna"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Komið þið sæl. 

Í þættinum í kvöld verður fjallað um lúðra og sveit.

Þann sjötta mars er áætlað að spila í afmæli að Vogum á Vatnsleysuströnd eins og áður hefur komið fram. Ég hugsa bara að ég tali við Ellu um að fá lánaða lúðra til þess að við getum spilað Bóheimían rapsodí á þá. Það er nefnilega kominn tími til að slá í gegn.

Og nú er verið að tala um sveit. Sveitin er milli Sanda og Óss. Silli er þaðan þ.e.a.s.

Kveðja,
BZ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

D-dagur mínus eitthvað! 

Úhúhú!
Nú líður senn að sjötta mars og þá er fyrirhugað að leika fyrir afmæli suður með sjó.
Það verður án efa gaman, sérstaklega þar sem yfirzetor hefur ekki spilað neitt síðan á jólaæfingunni á Gunnu heitinni. En allavega er bassazetor nýbúinn að spila, ég fel mig bara á bakvið hann. Svo verða mázke lúðrar með í för, ég el með mér þann draum að leika með klúðrasveitinni hið stórkostlega verk "Bohemian Rhapsody" með kvínflokknum. Roosa góður draumur mar! Vona ég að bassazetor komi með allskonar textablöð eins og hann var einhverntíma að tala um.

Og vil ég þakka elskulegu ástardjásninu mínu fyrir að kommenta á síðuna, var ég orðinn úrkula vonar um frekara líf þar.

Yðar YZ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Spennandi 

Alltaf er nú gaman að skoða myndir, fallegar myndir af mönnum að spila lög á hljóðfæri.

Gaman er að spila á túbu og geta ekkert spilað fyrir hlátri og vera eldrauður í framan.

Gaman er líka að spila á básúnu og vera í skyrtu og með bindi. Sem maður fékk í jólagjöf.

Gaman er líka að spila á kornet af því að maður gleymdi trompetinum.

Gaman er að halda á kornetinum og horfa brosandi á hann.

Gaman er að halda allir á lúðrunum og tala sniðugt saman.

Gaman er að halda á básúnu og vera í skyrtu og með bindi og segja eitthvað í míkrófón.

Gaman er að vera snyrtilega klæddur og halda á básúnu og horfa framhjá manni sem spilar á túbu.

Gaman er að vera tveir og spila á gítar og syngja og annar er að syngja í annað sinn í heiminum í míkrófón.

Já, þarna var stiklað á stóru á skemmtikvöldi, til gamans getið þið fundið hvaða setning/ar eiga við hvaða mynd hér fyrir neðan.

Gaman!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?