<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 30, 2003

JÓLABALL! 

Já, vegna fjölda áskorana kemur hér enn ein fréttatilkynningin frá ðe Zetors:

Jólaball, Jólaball, Jólaball!

Hið geysivinsæla og árlega jólaball ðe Zetors verður haldið á Gunnukaffi annan í jólum. Húsið verður opnað einhverntímann um kvöldið.
Eitthvað mun kosta inn, ekki er vitað hversu mikið á þessari stundu.
Annars verður þetta auglýst nánar síðar.

Endilega hikið ekki við að spyrja ef eitthvað er. Eins er ég reiðubúinn hvenær sem er að skrifa nýjar fréttatilkynningar um þetta mál.
Enítæm!

Yfir- og undir gleraugnazetor segir:

hóhó!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

föstudagur, nóvember 28, 2003

Jólatrésskemmtun! 

Já, hin árlega jólatrésskemmtun stuðgrínhljómsveitarinnar ðe Zetors verður haldin á Gunnukaffi á annan í jólum n.k. Verður þar margt um manninn og verður þar mikið um allskyns dýrðir. Má þar m.a. nefna eldgleypi, ljónatemjara, skeggjuðu konuna, stóran sköllóttan mann með stórt yfirskegg og í röndóttum sundbol með suttum skálmum, mun maður sá lyfta stöng með svörtum kúlum á endunum sem á stendur talan 1000. Búktalarar hverskyns verða á staðnum og framkalla búktöl fyrir gesti.

Að auki mun væntanlega koma fram hópur nokkur sem er hliðarafurð Zetoranna, meira get ég ekki upplýst ykkur um að þessu sinni varðandi það, en ef af verður mun það atriði slá í gegn.

Jólasveinarnir verða á staðnum, allir þrettán, auk jólakattarins; allir að mæta í nýjum fötum! Hahahahahahaaaaa! Púff, ég er nú meiri kallinn.

Yfir-gleraugnazetor óverenát

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Ókei, ðets itt 

Sko, ef enginn fer að tjá sig hér þá leysi ég hljómsveitina upp!!
Hvaaað ætliði þá að gera á annan í jólum? Hmmmmm?
Og við sem höfum geggjað leyniatriði í hyggju!

Yfir-gleraugnazetor, alveg brjálaður
(nei, kannski ekki brjálaður, en svona eitthvað soldið eitthvað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Vinsældir. 

Ágætu lesendur.
Það er ánægjulegt að sjá hvursu miklar vinsældir hljómsveitin Ðe Zetors hefur vakið meðal almúgans. Við erum stoltir af því að geta skemmt ykkur með skrifum okkar hér á blogsíðunni okkar og með tónlistarflutningi okkar sem hefur farið fram úr öllum vonum víðsvegar um heim. Þess vegna hlökkum við til að skemmta ykkur öllum með söngvum og spilum að við erum að springa. Svo höfum við heyrt svo mikið gott af hljómsveitinni Ðe Carburators og verður gaman að sjá hvernig þeir koma til með að spjara sig á jólaballinnu víðfræga.

Kraftazetor kveður.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

mánudagur, nóvember 24, 2003

í ýmsum búningum 

Heyrst hefur að ðe Carburators muni hita upp fyrir ðe Zetors á Gunnukaffi er líða tekur á aðfararnótt hins tuttugastaogsjö-unda desember næstkomandi. ðe Carburators er splunkuný brasssveit, sem samansetndur af þorra meplima ðe Zetors en þó tileinka þeir sér annarskonar hljóðfæraskipan, en hún er sem hér segir:

Yfirzetuzetor: liðkar Básúnu
Kraftazetor: blæs í Trompet
Tónlistarzetor: Túbu

Allir hafa þeir getið sér gott orð fyrir lipurlegan hljóðfæraleik á áðurgreind blásturshljóðfæri,og má með sanni segja að tilhlökkun sé hjá tilvonandi aðdáendum ðe Carburators.

góða nótt.

Bumbuzetor.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Zet (sbr. strump) 

Já gott fólk, í gærkvöld datt ykkar einlægum í hug, eða öllu heldur sá, líkindin með strumpum og zetorum. Þá á ég við nafngiftir á borð við yfirzetor, bassazetor o.s.frv.

Hefi ég því ákveðið að taka að nér að vera gleraugnazetor og bassazetor hefir pantað að vera kraftazetor. Nú er að bíða og sjá hvaða nafn bumbuzetor tekur sér, sömuleiðis óskast hérmeð eftir nafni á nikkuzetor.

Takk fyrir.

PS. Ég er samt sem áður yfirzetor líka!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

..núh.. 

Það mun vera hefð fyrir því að er líða fer að jólum, að fólk sjái sér leik á borði og noti þetta tækifæri til þess að háma í sig og sína allskyns ófögnuð og skipuleggur jafnvel þvílíkan óhugnað með margra mánaða fyrirvara... Við Zetorar höfum ákveðið að setja á stofn fjélag til höfuðs rjúpum, konfekti, hamborgarhryggjum, sveppasósum o.þ.h. undir kjörorðinu: "bumbuna burt í botni.. bjórinn heim", þar sem helsta starfssemi fjélagsins verður að sjá til þess að fólk dansi í stað þess að borða..og brynni sér og sínum með nokkrum ísköldum (innvortis þó).
Fjélagið ber heitið Víkíng Brugg og er Lalli Jones sérstakur verndari fjélagsins.


Þessi pistill var í boði Gunnukaffis.. þar sem bjórinn er blautur...

með einlægum kveðjum,
Bumbuzetor

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Líf á öðrum Zetorum 

Sæl öllsömul!
Já, það er svo sannarlega kominn tími til að fleiri zetorar láti í sér heyra. Að vísu hef ég ekkert að segja nema það að ég prívat og persónulega er kominn með ADSL tengingu og er það merkilegur áfangi í lífi hvers manns (og konu).

Um þessar mundir er ekki mikið að gerast hjá zetorum, a.m.k. ekki hjá hljómsveitinni sem slíkri, yfirzetor er að vinna hjá SS á Hvolsvelli, nánast allan sólarhringinn.

En zetorar sem og aðrir eru hinsvegar að telja dagana fram til 26. desember þegar hið bráðskemmtilega dansiball verður haldið á Gunnukaffi, jibbííí!

Ó hvað ég hlakka til!

En, til að minna á hver hljómsveitin ðe Zetors er:

Yfir-gítar og söngzetor
Bassazetor
Bumbuzetor
Nikkuzetor

Yfirzetor óverenát.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Right Now... 

Núna er ekki lengur hægt að fylgjast með og telja niður með okkur Zetorum.

Vesgú hér einhverstaða á síðunni er ekki lengur teljar.
Kveðja,
BassaZetor.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Studio 

Það nýjasta frá herbúðum Zetora er að vegna fjölda áskoranna og hvatninga eftir að lagalistinn hér að neðan var byrtur, hefur hljómsveitin leitað tilboða hjá stúdíóum um víða veröld. Þau hljóðver sem voru með þrjú lægstu tilboðin í upptökur eru:
Studio Brellskanstrikg í Póllandi (Þeir sömu og taka upp allt fyrir Úrsusana, nágrannahljómsveit Zetora)
Studio Hringur (þeir sömu og taka upp alla tónlist og öll hljóð í Lord of the Ring)
Studio Studio. Við höfum ekki ennþá kynnt okkur hvar það stúdíó er stadd í heiminum.
Ekki var tekið tillit til þess hljóðmann þyrfti með í upptökur vegna þess að trommuleikari hljómsveitarinnar er mikill hljóðmaður sjálfur og eru því heim hægatökin.
Upplýsingaflæði lokið að sinni.

Lifið mjög heil, MJÖG HEIL.
Bassazetor, óverenát.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Nýjustu fréttir! 

Fregnir herma að ðe Zetors séu á leið í hljóðver til að taka upp sína fyrstu hljóðversplötu. Hafa meðlimir lokað sig inni við samningu sönglaga hverskonar og er nú svo komið að ótalmörg lög eru tilbúin og bíða þess að verða valin sem lög á fyrstu hljóðversplötu hljómsveitarinnar. Meðal laga sem til greina koma sem lög á fyrstu hljóðversplötu hljómsveitarinnar eru eftirtalin lög:

Zetorinn minn og ég
Hvar er Zetorinn?
Það gefur á Zetorinn við Grænland
Hreðavatnszetorinn
Zetor ögrum skorinn
Ó Zetor, mig langar heim
Ég skal mála allan Zetorinn elsku mamma
Að lífið sé skjálfandi lítill Zetor
Bjarnastaðazetorarnir
Hver á sér fegri Zetor
Komdu inn í Zetorinn minn
Zetorinn sem kyndir ofninn minn
Nú er úti norðanzetor
Það er draumur að vera með Zetor

svo eitthvað sé nefnt.
Hafa meðlimir einnig samið nokkur lög á útlensku, og þá að sjálfsögðu með meik í huga. Má þar nefna lög eins og:

What a day for a Zetor
I´ve got a lovely bunch of Zetors
Smells like teen Zetors
Livin´ on a Zetor
My Zetor will go on

Og fyrir Þýskalandsmarkað:

Hier kommt der Zetor
Du hast (ein gross Zetor, nicht war?)
99 luftzetors

Hér er aðeins drepið á nokkrum þeirra laga sem hljómsveitin hefur samið sem lög á fyrstu hljóðversplötu hljómsveitarinnar og jafnvel lög sem lög á næstu hljóðversplötu hljómsveitarinnar og kannski lög á þarnæstu, hver veit? Verður aðdáendum gert kleift að fylgjast með gangi mála á þessarri óhemju og æðislega frábæru síðu.

Sæl að sinni, yfirsetor óverenát.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

föstudagur, nóvember 14, 2003

Kaup/sala. 

Hljómsveitin hefur ákveðið að kaupa sér allskonar græjur til tónlistarflutnings að andvirði 1.538 krónur. Þar má nefna gítarneglur og einn kjuða. Fjárveiting þessi kemur frá nágrannahljómsveitinni Úrsusus í Póllandi. Ðe Zetors þakka Úrsusunum vel og mikið fyrir gjöfina þessa og vitum við meðlimir að hún á eftir að koma sér vel á komandi árum.

Kveðja,
Palli.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ðe Zetors. 

Hljómsveitin Ðe Zetors (e. Ðe Zetors) er ný af nálinni. Meðlimir hljómsveitarinnar eru 4 eftirtaldir:
Guðmundur Helgason: forsprakki, gítarleikari, söngvari og effektagræja bandsins. Hann á það einnig til á köflum að rappa í stað þess að syngja.
Guðmundur Þorbergsson: harmonikuleikari, og bjórkjallari með meiru.
Sigurvald Ívar Helgason: trommuleikar, meintur eiginmaður og beat (takt)sérfræðingur íslands.
Páll Sigurður Björnsson: bassaleikari, appelsínsmakkari og járnkall sveitarinnar.
Sigrún Dögg Pétrusdóttir: er ekki beinlínis í sveitinni en á það til að troða sér upp á svið og syngja með í fyrirfram völdum lögum. Ballgestir verða að virða þessa framkomu hennar enda er hún ekki til neins nema góðs.
Hljómsveitin kom fyrst saman eftir engar æfingar á dansiballi sem haldið var á Gunnukaffi þann 1. nóvember síðastliðinn. Þar var margur maðurinn um sömu konuna og öfugt og voða mikið fjör. Hljómsveitin spilaði lög á borð við Maður á mann, Kona á konu, Kona á mann og Maður og kona, Hreðavatnsvaltzinn, Enska Hreðavatnsvaltzinn, Grásleppugvendur og fleiri lög eftir Steina peningaspil og svo fleiri og fleiri lög eftir fleiri en áðurnefndann Steina. Þeir sem vilja skoða lagalistann er bent (og Sjöberg) á að skoða bloggið hans Silla en hann (lagalistinn) spannar um rúmlega 12.000 lög. Hann birtist á PDF formi og er um 590Mb. Fylgist með hér til að fá nýjustu fréttir í æð hvað varðar dansleiki sem sveitin mun spila á í framtíðinni.

Lifið heil, mjög heil.
Palli.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Er það betra núna? 

Ha. ÉG bara spyr.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

First blog 

Komið þið sælir góðir lesendur.

Zetorarnir, eða Ðe Zetors heilsa.This page is powered by Blogger. Isn't yours?