<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 11, 2010

Er það ekki bara???? 

Já ég sagði: Er það ekki bara????
Er ekki kominn tími á að hin æðisgengna, frábæra, fullkomna og merkilega hljómsveit ðe Zetors fari að spila aftur, ha? Er það ekki bara????

ATHUGIÐ.
Hljómsveit þessi verður með opna æfingu/samkomu/sérlunda söngstemmingu og fleira skemmtilegt á Cafe Sirop á Hvammstanga miðvikudagskvöldið 12. maí 2010 næstkomandi.
Hljómsveitin mun spila all vel valin gömul og ný lög, leiðinleg og skemmtileg... þó fleiri skemmtileg, þung og létt en öll lög sem spiluð verða verða í því sem við erum hvað þekktastir fyrir og hefur meira að segja verið samið lag um okkur fyrir þessa þekkt... það er ekkert annað en Lightning Polka.
Uppbótarzetor mun kíkja í heimsókn hjá Hjalta Júl og draga hann svo með sér á þessa opnu æfingu (vonandi). Þá má búast við því að Lóa litla á Brú(n) kíki líka við með Uppbótarzetor-iiii og Hjalta Júl. Töfrabrögð verða sýnd og afhjúpuð, súpuílát verða afsúpuð og ljósin verða deyfð.
En það sem mestu máli skiptir er að láta sjá sig og hafa gaman með öllum hinum sem láta sjá sig sama hversu dauf ljósin verða.
Mætið öll, kaffiveitingar í boði.

Kær kveðja,
ðe Zetors.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?