þriðjudagur, október 19, 2004

>>>13. nóvember næstkomandi<<<

Það er að koma að því.
Þann 13. nóvember næstkomandi verður haldið upp á afmæli barnasunddeilarinnar Buslubörnin á Hvammstanga. Þar munu hinir einu og sönnu Zetorar koma fram í nokkrum lögum með smá hjálp annara svokallaðra hljóðfæraleikara. En eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt fyrir löngu eru Zetorar bestu tónlistar- og hljóðfæraleikarar sem finnast í Húnaþingi vestra og þó víðar væri leitað. Gam það er.
Við Zetorar hlökkum mikið til að sjá ykkur öll ágætu aðdáendur. Höfum gaman af tónleikum með Ðe Zetors.

Fyrir hönd Zetora,
Bassazetor.


mánudagur, júní 07, 2004

Trall?

Fer ekki að verða kominn tími á að Zetorar gjöri eitthvað sér til ánægju og ykkur til yndisauka?
Sendið svar í kommenti, zetidag bil ja, eða zetidag bil glaetan!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

::: zetorarnir lifah! :::

ðe s

á Þinghúsinu fyrsta mæ.....

500 ikr. inn..

(1200 út)

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Laugardagurinn kom

... og fór..
Skilzt undirrituðum að nokkuð sæmilega hafi tekizt til á Þinghúsi því er við braut þá er við norður er kennd, um nýliðna helgi.
Þó vantaði upp á að Bumbuzetor mætti til leiks, enda fjarri góðu gamni og upptekinn við að hneppa öðrum hnöppum í það skiptið. Mun hafa komið til leiks nýbökuð Ædolnd Schwartzenegger stjarna, sem hefur eftir leik þennan fengið viðunefnið LóuZetor frá Brú og mun hann formlega verða tekinn í heilagra manna tölu, þann 1. maí n.k. ef veður leyfir.... Þótti hann standa sig með prýði og fær hann beztu þakkir fyrir vel unninn ztörf í þágu Ízlenzk-Tékknezka...

Kveðja,
Bumbuzetor hinn fyrsti.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Laugardagurinn kemur

Já góðir lesendur. Enn og aftur kemur að því að Zetorar troða upp. Á laugardaginn fyrir páska er möguleiki á að sjá The Zetors spila á Þinghús Bar á Hvammstanga á skemmtikvöldi gítarleikara í héraðinu, svo kölluðu trúbadorakvöldi. Óvíst er hvursu mikil þátttaka bumbuzetors verður á upptroðslunni en víst er að gaman verður því þar sem zetorar koma saman - þar er gaman.

Kveðja,
Bassazetor.


fimmtudagur, apríl 01, 2004

Zetorar að syngja saman á landsmóti Zetora og fylgikvilla þeirra.

Ég má til með að setja inn eina mynd af þessum OFUR ZETORUM félugum mínum. Þeir stóðu sig eins og hírós við flutning á laginu Don't you want me á Landsmóti Zetora og fylgikvilla. Þetta mót var ójafnt en skemmtilegt og gaman var að fylgjast með því úr bassatæði mínu með nýja fína bassann minn.

Kveðja,
Bassazetor.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Það er að koma Zetormót

Jú.. Landsmót Zetora og fylgikvilla þeirra verður haldið um næstu helgi í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Fram mun koma fjöldi manns við undirleik Bazzazetors ásamt hljómsveit, til heiðurs Zetorum um víða veröld.
Bar verður til staðar og mun allur ágóði af Vodka Wibrowa-sölu renna til Íslenzk / Tékknezka verzlunarfjelagsins.

Góðar stundir.

Bumbuzetor.

sunnudagur, mars 07, 2004

Myndir ridnyM

Nú er komið að því. Hér sést hin sívinsæla hljómsveit, ðe Zetors, í pásu. Þarna eru þeir búnir að vera ca 6,5 mínútur í pásu. Í pásunni hélt DJ. IMBI, í eigu bumbuzetors, uppi fjörinu með gömlum og nýjum smellum.

Kveðja,
Bassazetor.

Stórkostlegur sigur!

Enn og aftur hafa hinir frábæru zetorar í ðe Zetors unnið glæsilegt tónlistarlegt afrek. Þeir komu, sáu og spiluðu gjörsamlega allt sem þeim datt í hug að spila. Blésu þeir í sönglúðra og léku jafnframt á hefðbundin rokkhljóðfæri allt frá Dressmann laginu upp í Bohemian Rhapsody og tókst alltsaman ljómandi vel. Veitingar voru hvergi við nögl skornar, samlokur hverskyns og bolla í tugum lítra, svo mikið reyndar að afgangur varð mikill og voru kátir söngvasveinar leystir út með bæði samlokuþríhyrnum, skorpulausum, og bollu í plastíláti.

Klúðrasveitin vakti lukku eins og endranær, sem og lag sem var frumsamið á staðnum, óskaði gestur í sal eftir að fá að heyra lag hinnar gullfallegu og æsandi indversku prinsessu Leoncie, um ástir í Kópavogi og víðar. Var snarlega búið til nýtt og enn betra lag, sem yfirzetor skáldaði texta við jafnóðum. Var ótæpilega innbyrt bolla, svo mikil að ekki var laust við að yfirzetor væri farinn að kippa þegar á leið. Einnig var kynntur til sögunnar nýr dagskrárliður er nefndist "hljómsveitin breytir sér." Skiptu meðlimir um hlutverk og léku lag sem undirritaður man reyndar ekki hvað var.

Aðal óskalag kvöldsins var síðan "Ormurinn langi" sem þekkt er í flutningi Týs frá Færeyjum. Reyndist ormur þessi vera ógnarlangur, þar sem hann var leikinn tvisvar í röð og dönsuðu afmælisgestir vatnselyskzt afbrigði af vikivaka. Var svo ormur þessi leikinn aftur seinna um nóttina og var hljómsveitin þar með farin að geta leikið lagið nokkurn veginn skammlaust, var að sjálfsögðu ekkert búið að æfa það, nema kannski eitt eða tvö erindi þegar verið var að stilla upp.

Allt var þetta óhemju skemmtilegt og held ég að hljómsveitin hafi skemmt sér einna mest, a.m.k. var undirritaður farinn að fá hóstaköst af öllum hlátrinum.

Þakkir til allra og sérstaklega til Gunnu afmælisbarns fyrir að vilja fá okkur til verksins.

Ykkar Yfirzetor.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Afmælis

Og enn styttist í afmæli, eru nú einungis þrír dagar til stefnu og spennan orðin óbærileg. Eru meðlimir í óða önn að porra hver annan upp og spyrja hverjir aðra hvort þeir kunni þetta og hitt lagið. Yfirleitt er svarið "nei" og er þá sagt "gott, tökum það!" Með viljann að vopni ryðjast zetorarnir í ðe Zetors upp á svið og láta gamminn geysa. Verður þetta söguleg stund, þarsem þetta verður í þriðja skiptið í öllum alheiminum sem ðe Zetors yfirhöfuð spila saman! Einnig má til gamans geta þess að ykkar einlægur Yfirzetor hefur ekkert spilað á þessu ári, verður því notalegt að liðka fingur og raddbönd á laugardaginn næstkomandi.

Og til enn frekara gamans: hin tvö skiptin sem ðe Zetors hafa spilað voru bæði á Gunnukaffi á Hvammstanga, þvílík tilviljun að fara að leika fyrir Gunnu, ætlar þetta nafn að fylgja hljómsveitinni um ókomna tíð kannski?

Kær kveðja, YZ

föstudagur, febrúar 27, 2004

Ó Gunna

Kæra afmælisbarn!

Á þessum geðveiku tímamótum er ekki úr vegi að renna kannske yfir þau lög sem óskað er eftir að Zetorar leiki. Kannski þjer skvúbbið hjer fyrir neðan í þartilgert skvúbb, lista yfir óskalög? Og, endilega ekki búast við of miklu, vjer Zetorar erum aðallega að hugsa um að hafa gaman af spileríi, og látum það smitast útí áhorfendahópinn, híhí! En við gerum auðvitað eins og við getum.

Mjer hlakkar geggt til, eins og unga fólkið segir.

Kærar kveðjur,
Yfirzetor.

PS. Að sjálfsögðu leikum vjer lagið "Ó Gunna"

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Komið þið sæl.

Í þættinum í kvöld verður fjallað um lúðra og sveit.

Þann sjötta mars er áætlað að spila í afmæli að Vogum á Vatnsleysuströnd eins og áður hefur komið fram. Ég hugsa bara að ég tali við Ellu um að fá lánaða lúðra til þess að við getum spilað Bóheimían rapsodí á þá. Það er nefnilega kominn tími til að slá í gegn.

Og nú er verið að tala um sveit. Sveitin er milli Sanda og Óss. Silli er þaðan þ.e.a.s.

Kveðja,
BZ

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

D-dagur mínus eitthvað!

Úhúhú!
Nú líður senn að sjötta mars og þá er fyrirhugað að leika fyrir afmæli suður með sjó.
Það verður án efa gaman, sérstaklega þar sem yfirzetor hefur ekki spilað neitt síðan á jólaæfingunni á Gunnu heitinni. En allavega er bassazetor nýbúinn að spila, ég fel mig bara á bakvið hann. Svo verða mázke lúðrar með í för, ég el með mér þann draum að leika með klúðrasveitinni hið stórkostlega verk "Bohemian Rhapsody" með kvínflokknum. Roosa góður draumur mar! Vona ég að bassazetor komi með allskonar textablöð eins og hann var einhverntíma að tala um.

Og vil ég þakka elskulegu ástardjásninu mínu fyrir að kommenta á síðuna, var ég orðinn úrkula vonar um frekara líf þar.

Yðar YZ

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Spennandi

Alltaf er nú gaman að skoða myndir, fallegar myndir af mönnum að spila lög á hljóðfæri.

Gaman er að spila á túbu og geta ekkert spilað fyrir hlátri og vera eldrauður í framan.

Gaman er líka að spila á básúnu og vera í skyrtu og með bindi. Sem maður fékk í jólagjöf.

Gaman er líka að spila á kornet af því að maður gleymdi trompetinum.

Gaman er að halda á kornetinum og horfa brosandi á hann.

Gaman er að halda allir á lúðrunum og tala sniðugt saman.

Gaman er að halda á básúnu og vera í skyrtu og með bindi og segja eitthvað í míkrófón.

Gaman er að vera snyrtilega klæddur og halda á básúnu og horfa framhjá manni sem spilar á túbu.

Gaman er að vera tveir og spila á gítar og syngja og annar er að syngja í annað sinn í heiminum í míkrófón.

Já, þarna var stiklað á stóru á skemmtikvöldi, til gamans getið þið fundið hvaða setning/ar eiga við hvaða mynd hér fyrir neðan.

Gaman!

mánudagur, janúar 12, 2004

Nokkrar myndir af skemmtikveldi Zetora á Gunnukaffi.

Já eins og sést á þessum myndum hér að neðan var mjög gaman á skemmtikvöldinu okkar á Gunnukaffi.





föstudagur, janúar 09, 2004

Sjötti mars

Alltaf er nú gaman að fara að spila 6. mars.
Alltaf er nú gaman að vera í skemmtilegri hljómsveit.
Alltaf er nú gaman að grínast í hljómsveit í mússigg.
Alltaf er nú gaman að fíflast og gera gott grín í skemmtilegri hljómsveit.
Alltaf er nú gaman að gera fífl í grínhljómsveit 6. mars.
Alltaf er nú gaman að gera skemmtilegan hljómsveit.
Alltaf er nú gaman að fara stundum og gera oft gaman.
Alltaf er nú gaman að fífla og skemmtilegt sér í gríni.
Alltaf er nú gaman að vera fífl í skemmtilegri grínhljómsveit.
Alltaf er nú gaman að grína og skemmta hljómsveit í Vogum.
Alltaf er nú gaman að vera að fara að grína í fíflasveit í Vogum á Vatnsleysuströnd.

To be continued.
YZ

sunnudagur, janúar 04, 2004

Tilboð.....

Er ekki búið, haldið þið, að nefna það við gæðapopp/rokk/danshljómsveitina ðe Zetors að semja lag fyrir næstu júróvisjón keppni sem haldin verður í Istanbúl þann 15. maí á þessu ný hafna ári. Og hvaða svar haldið þið að ðe Zetors hafi gefið þeim er stjórna júróvisjón keppninni?

Bazzasetor og fleira hveður að sinni.

laugardagur, janúar 03, 2004

Næsta gigg

Já gott fólk, varla voru zetorar búnir að slá sinn lokahljóm á Gunnukaffi fyrr en inn streymdi tilboð um spilerí! Hróður hljónstrinnar berst með eldingarhraða um allt land, zetorar hafa sumsé verið beðnir að leika í afmælisveizlu suður með sjó hinn sjötta mars nk. Þannig að þið sem ekki eruð að digga zetora: hí á ykkur, við erum búnir að meikaða.... meikaðaaa!
Ekki þið.
Við.
Hí.

Þið hin sem aldrei fáið nóg af okkur, látið bara vita hvenær þið viljið fá okkur næst!

Yfirzetor segir:

Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir það gamla!